SunnaDísin

20 habits of highly authentic people

Mér finnst þessi listi ótrúlega flottur, þótt að það megi alltaf bæta við einhverju, hver og einn er authentic og því kannski ekki hægt að gera lista yfir einungis 20.einkenni sem allir tengja við. Ég er búin að vinna mikið í sjálfri mér síðastliðin 5.ár og mér finnst mjög viðeigandi hvað margt passar við mig núna í dag. Þegar ég hef leyft mér að vera meira ég, betri útgáfa af sjálfri mér og losað mig við skömm og ótta við álit annarra. Hérna kemur listinn yfir 20 venjur „highly authentic“ fólk eða mjög ekta fólk eins og google-translate þýðir það 🙂

1. They aren´t afraid to express their opinions even though those opinions might be different than the opinions of the majority.

2. They never apply advice given without firstly consulting the guide within.

3. They are driven to action by the inner – motor rather than external triggers.

4. They´re proud of their unique traits that make them stand out from the crowd.

5.They have unique daily rituals, like making coffee in a special way or meditating in candlelight before going to bed.

6. They allow their friends and people they meet to show their true selves.

7. They search in conversations for depth, and not for gossip or emotional news.

8. They´re perfectly happy in their own company and they´re great friends with their own selves.

9. They value experience over things.

10. They make the most out of the situations they find themselves in, be the situation is bad or good.

11. They don´t judge others because they look beyond the external facade of words and appearances.

12. They talk less because they conserve energy for wording things that matter.

13. They listen closely because they´re fascinated with exploring the depths of other beings.

14. They don´t complain as they take full responsibility of their lives.

15. They have high self – esteem and appear confident because they have nothing to hide.

16. They don´t get upset when someone obviously dislikes them. They allow others to form whatever opinions they wish to have.

17. They see beauty and perfection in things that other people dismiss.

18. They try to support others and sincerely wish for people to grow and reveal their unlimited selves.

19. They let go of critical and ill – wishing people, although they don´t hold any bad feelings towards them.

20. They see the unity and interconnectedness of all life, and hear the harmonious symphony of the world in all life´s situations.

Óttinn við óttann

Ótti.

Lífið á það til að gefa okkur verkefni til að takast á við, þau eru misstór en öll eiga þau það sameiginlegt að þau eru nauðsynleg. Þessi verkefni eru til þess eins gerð svo við öðlumst nýjar reynslur og nýjan lærdóm. Stór verkefni geta tekið lengri tíma og reynt meira á okkur en skila oftast mesta lærdómnum. Það sem gerir þessi verkefni sem hvert okkar fær einstaklingsmiðað áhugaverð er að þegar þau koma til okkar þá er fyrsta hugsun oft að fresta þeim eins lengi og við getum, ástæðan fyrir því er að óttinn við að þurfa að gera verkefnið getur valdið lamandi áhrifum. Ótti hefur einmitt oftar en ekki lamandi áhrif á taugakerfið okkar. Það sem er merkilegt í þessu er að það getur verið jafn óhugsandi að framkvæma verkefnið og að sleppa því. Það að sleppa því að framkvæma verkefnin sem lífið sendir okkur getur lamað okkur af ótta jafn mikið og að þurfa að framkvæma þau. Þegar maður finnur styrkinn og hugrekkið innra með sér og kemst yfir óttann þá öðlast maður frelsi og enn meiri innri styrk. Í hvert skipti sem að lífið mitt sendir mér verkefni, þá tek ég þeim fagnandi því þetta er greinilega næsti kafli í bókinni minni. Ég trúi því að við fáum þau verkefni sem við getum tekist á við hverju sinni.

 

Að skammast sín

Skömm.

Ég finn oft fyrir skömm-skammast mín. Þegar ég finn fyrir þeirri tilfinningu þá er rótin oftast sú að ég hefði ekki átt að gera, segja, láta eins og ég gerði. Einu sinni þegar ég upplifði skömm þá endist sú tilfinning í mjög langan tíma og ég vissi ekkert hvernig ég átti að hjálpa þeirri tilfinningu að hverfa. Ég hef oft skammast mín bara fyrir að vera yfirhöfuð ég- Sunna. Ég hef skammast mín fyrir fjölskylduna mína, ég hef skammast mín fyrir barnið mitt- þegar það lætur illa eða dónalega. Ég hef skammast mín mikið fyrir eitthvað sem ég sagði – óviðeigandi eða sagði frá einhverju sem ég mátti ekki segja frá. Ég hef líka skammast mín fyrir að hugsa eitthvað sem ég á ekki að hugsa.

Þegar ég upplifi skömm þá er það útaf því að ég á að vera öðruvísi en ég er. Samkvæmt hverjum?

Núna er ég foreldri og ég vil auðvitað vanda vel til verka í uppeldinu, stundum einmitt tek ég það hlutverk mjög alvarlega að ég reyni að gera allt rétt alltaf, það endar stundum illa því ég ef ég tek það of alvarlega þá verður það að ákveðnari fullkomnunaráráttu og besta vinkona fullkomnunaráráttu er stjórnsemi. Strákurinn minn er yndislegur, hann er ákveðinn og veit yfirleitt alltaf hvað hann vill. Ég hins vegar er oft búin að ákveða hvað hann vilji og því myndast oft togstreita á milli okkar, þegar hann er búinn að ákveða hvað sé honum fyrir bestu en ég er svo með allt aðra hugmynd um það. Það að „skamma“ barn er að einfaldlega að ala uppí því „skömm“. Dæmi um að skamma barn: „hvernig dettur þér í hug að hella niður mjólkinni, þetta má bara alls ekki, viltu gjöra svo vel að þrífa þetta upp, núna á stundinni…..hvað varstu að hugsa, er ekki í lagi með þig…“. Þetta vekur upp skömm hjá börnum sem er aldrei uppbyggjandi fyrir sjálfsmynd þess. Mistök gerast og leiðbeinandi foreldri getur útskýrt á kærleiksríkan og yfirvegaðan hátt að það þarf að fara varlega með fullt glas af mjólk þegar maður gengur frá eldhúsi inn í stofu.

Mér finnst ótrúlega mikilvægt að leyfa öðrum að vera eins og þeir eru, leyfa þeim að gera það sem þeir vilja og segja það sem þeir vilja. Ef það særir mig það sem aðrir segja þá get ég útskýrt það í einlægni að þetta hafi sært mig- ef viðkomandi tekur tillit til þess og biðst afsökunar þá er það frábært, ef ekki þá er þetta mögulega einstaklingur sem ég vil jafnvel ekki umgangast, ég þarf að ákveða það með sjálfri mér, hvort að ég sé tilbúin til þess.

Skömm er tilfinningin að skammast sín fyrir að vera maður sjálfur og hún á aldrei rétt á sér.

-„Shame is the most powerful, master emotion. It’s the fear that we’re not good enough“-Brene Brown

 

Lítið og væmið

Tilfinningar fara út í sjóinn. Það er kalt úti og Mr. Peabody er í sjónvarpinu. Ég reyni að hafa ekki hávaða þegar aðrir eru að hvíla sig, sérstaklega ekki þegar ormarnir koma upp úr moldinni og inn í neyslusamfélagið með hrífandi áhuga á nokkrum þyrstum rigningardropum. Hver sagði að lífið væri sanngjarnt, allavegana heyri ég of mikið í bílunum á Miklubrautinni og það er alltaf troðið í geymslunni minni. Ég ætla einfalda, ég ætla læra að vera. Ekki tala með fullan munn af mat. Farðu að skapa Sunna, þú ert fæddur listamaður sagði amma mín á Rás2 þegar ég spurði hana ekki álits. Farðu fallegi líkami frá mér, ég æsist of mikið þegar þú klifrar svona ögrandi upp á skúrinn í Breiðholtinu með engar væntingar.

Láta bara flæða segir sólin á sunnudegi, hættu að þykjast segir tunglið og lærðu að njóta kallar grasið með hroka. Höfum þetta einfalt. Kannski þarftu ekki að vita allt og hvernig allt verður til. Eina sem þú þarft að vita er að það er allt í lagi að vita ekkert. Þú ert ekki leikstjórnandinn í lífi þínu þótt að þín lægri vitund haldi það.

Dagurinn í dag, hljómar mjög vel á morgun.

 

%d bloggurum líkar þetta: